Færsluflokkur: Bloggar
4.1.2009 | 16:42
Sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún
Skólasystir mín úr menntaskóla, sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún, er nú að eigin sögn við björgunarstörf á sökkvandi skipi frjálshyggjunnar. Það gæti virst vera göfugt verkefni. Vandinn er hins vegar sá að hún er þar í hópi fólks sem ekki hefur lengur traust þjóðarinnar til að sinna verkefninu. Umboðið er runnið úr gildi.
Þúsundir Íslendinga mótmæla á Austurvelli við styttu Jóns Sigurðssonar á hverjum laugardegi og miklu fleiri reiðir Íslendingar eiga ekki heimangengt af ýmsum ástæðum. Ingibjörg Sólrún gleymir að telja þá með. Kröfur fólksins eru hógværar og sanngjarnar, farið er fram á kosningar fyrir vorið og að menn axli ábyrgð sína á ástandinu sem leitt hefur verið yfir þjóðina.
Löngu er orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svo fullur af hroka og lítur svo niður á almenning að engin von er til að hann taki af skarið. Þess vegna er ábyrgð Samfylkingarinnar svo mikil nú. Þar innanborðs virðist enn til fólk sem skilur hugtök eins og lýðræði og réttlæti. Því eru það mikil vonbrigði að formaðurinn, Ingibjörg Sólrún, komi fram fyrir þjóð sína eins og samanbitið íhald og sýni henni þá fyrirlitningu að hlusta ekki á réttmætar kröfur hennar um kosningar. Sagan sýnir að íslenskur almenningur fjölmennir ekki til mótmæla á Austurvelli nema þegar mikið liggur við, mjög mikið. Íslendingar eru friðelskir, en svo má brýna deigt járn að bíti. Það ætti Ingibjörg Sólrún að vita þótt hún sé ekki efnafræðingur. Það getur reynst bæði heimskulegt og hættulegt að hunsa þessi mótmæli íslensku þjóðarinnar.
Með þessari óbilgirni er ríkisstjórnin að bjóða þjóðinni upp í dans sem getur orðið ansi krappur svo ekki sé fastara að orði kveðið. Sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún virðist farin að ryðga í sögunni. Sagan segir okkur að þegar réttlætiskennd almennings er freklega misboðið getur ýmislegt gerst ef ekki er brugðist rétt við. Ekki dugir að halda blaðamannafundi á föstudögum og henda í þjóðina einhverjum innihaldslitlum dúsum í þeirri von að enginn mæti á Austurvöll daginn eftir. Þetta er vanvirðing við almenning. Með svona háttalagi eru Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún að espa fólk upp. Hernaðarráðgjafinn þeirra hlýtur að halda að greindarvísitala allra Íslendinga sé undir 50. Það er kannski skiljanlegt þegar hugsað er til þess hvernig komið er fyrir þessari þjóð. En er það ekki annars fullkomnun ósvífninnar að ráða erlendan hermann til að blekkja íslenska þjóð og ætla þjóðinni síðan að greiða honum laun fyrir að blekkja sig? Verður lengra komist í fáránleikanum? Eða er hermaðurinn í sjálfboðavinnu hér?
Hinir fullorðnu hafa enn sem komið er haldið sig við friðsamleg mótmæli, en ungviðið sem líka hefur réttlætiskennd, en minni þolinmæði en hinir fullorðnu hefur skotið mjúkum viðvörunarskotum að þinghúsinu. Sem sagnfræðingur ætti Ingibjörg Sólrún að vita að sú skothríð mun harðna ef ekki er hlustað á réttmætar kröfur fólksins í landinu. Ég óttast að svo geti farið að skotfærin verði ekki bara egg og tómatar. Af geta hlotist atburðir sem enginn kærir sig um en þeir verða þá á ábyrgð óbilgjarnra valdafíkla sem ekki skynja sinn vitjunartíma. Með illu skal illt út reka. Við slíku má búast ef friðsamleg mótmæli duga ekki. Umsátrið um lögreglustöðina á Hverfisgötu er fyrsta merkið um vaxandi hörku og þverrandi þolinmæði mótmælenda. Þetta er ekki hótun, en við hljótum að draga lærdóm af sögunni. Og ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar. Vill Ingibjörg Sólrún að nafn hennar verði á spjöldum slíkrar sögu? Og það sem mikilvægara er. Vill hún taka þátt í því að þvinga þjóð sína til að grípa til örþrifaráða þannig að réttlætið nái fram að ganga?
Ég leyfi mér að gera orð Hallgríms Helgasonar að mínum lokaorðum. Þolinmæði okkar er ekki endalaus, en af réttlætiskenndinni eigum við nóg.
Þúsundir Íslendinga mótmæla á Austurvelli við styttu Jóns Sigurðssonar á hverjum laugardegi og miklu fleiri reiðir Íslendingar eiga ekki heimangengt af ýmsum ástæðum. Ingibjörg Sólrún gleymir að telja þá með. Kröfur fólksins eru hógværar og sanngjarnar, farið er fram á kosningar fyrir vorið og að menn axli ábyrgð sína á ástandinu sem leitt hefur verið yfir þjóðina.
Löngu er orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svo fullur af hroka og lítur svo niður á almenning að engin von er til að hann taki af skarið. Þess vegna er ábyrgð Samfylkingarinnar svo mikil nú. Þar innanborðs virðist enn til fólk sem skilur hugtök eins og lýðræði og réttlæti. Því eru það mikil vonbrigði að formaðurinn, Ingibjörg Sólrún, komi fram fyrir þjóð sína eins og samanbitið íhald og sýni henni þá fyrirlitningu að hlusta ekki á réttmætar kröfur hennar um kosningar. Sagan sýnir að íslenskur almenningur fjölmennir ekki til mótmæla á Austurvelli nema þegar mikið liggur við, mjög mikið. Íslendingar eru friðelskir, en svo má brýna deigt járn að bíti. Það ætti Ingibjörg Sólrún að vita þótt hún sé ekki efnafræðingur. Það getur reynst bæði heimskulegt og hættulegt að hunsa þessi mótmæli íslensku þjóðarinnar.
Með þessari óbilgirni er ríkisstjórnin að bjóða þjóðinni upp í dans sem getur orðið ansi krappur svo ekki sé fastara að orði kveðið. Sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún virðist farin að ryðga í sögunni. Sagan segir okkur að þegar réttlætiskennd almennings er freklega misboðið getur ýmislegt gerst ef ekki er brugðist rétt við. Ekki dugir að halda blaðamannafundi á föstudögum og henda í þjóðina einhverjum innihaldslitlum dúsum í þeirri von að enginn mæti á Austurvöll daginn eftir. Þetta er vanvirðing við almenning. Með svona háttalagi eru Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún að espa fólk upp. Hernaðarráðgjafinn þeirra hlýtur að halda að greindarvísitala allra Íslendinga sé undir 50. Það er kannski skiljanlegt þegar hugsað er til þess hvernig komið er fyrir þessari þjóð. En er það ekki annars fullkomnun ósvífninnar að ráða erlendan hermann til að blekkja íslenska þjóð og ætla þjóðinni síðan að greiða honum laun fyrir að blekkja sig? Verður lengra komist í fáránleikanum? Eða er hermaðurinn í sjálfboðavinnu hér?
Hinir fullorðnu hafa enn sem komið er haldið sig við friðsamleg mótmæli, en ungviðið sem líka hefur réttlætiskennd, en minni þolinmæði en hinir fullorðnu hefur skotið mjúkum viðvörunarskotum að þinghúsinu. Sem sagnfræðingur ætti Ingibjörg Sólrún að vita að sú skothríð mun harðna ef ekki er hlustað á réttmætar kröfur fólksins í landinu. Ég óttast að svo geti farið að skotfærin verði ekki bara egg og tómatar. Af geta hlotist atburðir sem enginn kærir sig um en þeir verða þá á ábyrgð óbilgjarnra valdafíkla sem ekki skynja sinn vitjunartíma. Með illu skal illt út reka. Við slíku má búast ef friðsamleg mótmæli duga ekki. Umsátrið um lögreglustöðina á Hverfisgötu er fyrsta merkið um vaxandi hörku og þverrandi þolinmæði mótmælenda. Þetta er ekki hótun, en við hljótum að draga lærdóm af sögunni. Og ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar. Vill Ingibjörg Sólrún að nafn hennar verði á spjöldum slíkrar sögu? Og það sem mikilvægara er. Vill hún taka þátt í því að þvinga þjóð sína til að grípa til örþrifaráða þannig að réttlætið nái fram að ganga?
Ég leyfi mér að gera orð Hallgríms Helgasonar að mínum lokaorðum. Þolinmæði okkar er ekki endalaus, en af réttlætiskenndinni eigum við nóg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2008 | 16:09
Frjálshyggjuflónin og fúafenið
Fyrir nokkrum árum kvað við nýjan tón í Sjálfstæðisflokknum. Fyrsta boðorðið varð laissez faire, frjálshyggjan var boðuð sem aldrei fyrr, frelsi markaðarins skyldi vera æðra frelsi mannsins.
Sjálfstæðismenn seldu vinum sínum ríkisfyrirtæki á smánarverði. Meðal þeirra voru ríkisbankarnir. Þeir voru afhentir fjárglæframönnum. Sjálfstæðisflokkurinn sá ekki ástæðu til að setja þeim nauðsynlegar leikreglur. Fjárglæframennirnir fóru sínu fram og skömmtuðu sér ofurlaun. Almenningur kvartaði en Sjálfstæðismenn sáu ekkert athugavert við þennan fjárdrátt. Þeir mærðu útrás bankanna og töluðu um verðmætasköpun. Hvar eru þau verðmæti nú? Vöxtur bankanna byggðist á óábyrgum lántökum, þetta voru loftbólur sem sprungu um leið og kreppti að. Og nú er ætlast til þess að almenningur borgi skuldirnar sem þessir óreiðumenn stofnuðu til í skjóli Sjálfstæðismanna sem enga ábyrgð vilja bera. Þeir vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar þegar að minnst er á að frysta eignirnar sem þessir menn hafa dregið sér. En ekki er minnst á eignarrétt almennings sem ætlað er að borga allt sukkið. Almenningur skal fá að þræla árum saman á sultarlaunum til að borga fyrir þá svívirðu sem Sjálfstæðismenn og auðmenn landsins hafa leitt yfir okkur. Auðmennirnir skulu hins vegar fá að hafa sitt í friði hvort sem það er stolið eða ekki. Ef Sjálfstæðismenn hefðu fengið að ráða væri heilbrigðiskerfið komið í hendur gróðafíkinna manna og íbúðalánasjóður væri ekki til. Menn voru tilbúnir að ganga langt í græðgivæðingunni.
Sjálfstæðismenn hafa nú gert okkur að betlurum í samfélagi þjóðanna. Baukur og betlistafur eru okkar örlög. Við erum trausti rúin, niðurlægð og höfum tapað virðingu annarra. Íslenskur almenningur á þetta ekki skilið. Í raun höfum við tapað sjálfstæði okkar. Sumir tala um landráð. Er ekki heiti Sjálfstæðisflokksins eitthvað undarlegt? Við erum meira að segja réttdræp um víða veröld af því að tveir ósvífnir íslenskir ráðherrar ákváðu að íslenska þjóðin skyldi styðja hernað gegn saklausu fólki í Írak. Þeir gerðu okkur að fótaþurrkum Bandaríkjamanna og Breta sem nú hafa launað minnstu NATÓ þjóðinni eins og þeim finnst við hæfi.
Sjálfstæðismenn hafa verið við völd í 17 ár samfleytt og niðurstaðan er sú sem að ofan greinir. Svona er lífið sagði varaformaðurinn. Já, Þorgerður Katrín, svona er lífið undir stjórn Sjálfstæðismanna. Þeir virðast hins vegar ekki á því að axla sína ábyrgð og sitja sem fastast í valdastólunum. Sjálfstæðisflokkurinn hegðar sér nú eins og krakki sem er búinn að kúka í buxurnar en kannast ekki við það þótt kúkalyktina leggi um allan bæ.
Sjálfstæðismenn reyna að telja þjóðinni trú um að efnahagshrunið sé eins konar náttúruhamfarir sem hvorki hafi verið viðráðanlegar né fyrirsjáanlegar. Hvort tveggja er lygi. Margir urðu til þess að vara við, en Sjálfstæðismenn kusu að gera ekkert.
Fólkið í landinu er enn lamað, en reiðin kraumar og hún mun fá útrás ef Sjálfstæðismenn ætla að sitja áfram. Nú þykjast þeir ætla að láta rannsaka spillinguna og glæpina. Þau orð eru þó ótrúverðug. Ætla þeir að rannsaka sjálfa sig og samherja sína? Og hver á svo að dæma? Sjálfstæðisflokkurinn hefur eyðilagt dómstóla landsins með því að troða eigin mönnum inn í þá. Skv. könnunum ber þjóðin ekki traust til dómstólanna.
Í upphafi bankahrunsins fullvissaði forsætisráðherra þjóðina um að hún þyrfti ekki að óttast um lífeyrissparnað sinn. Ef marka má upplýsingar síðustu daga sagði forsætisráðherra þjóð sinni ósatt. Í nágrannalöndum þurfa ráðherrar að segja af sér fyrir minni sakir. En Sjálfstæðismenn virðast vera svo skyni skroppnir gagnvart ábyrgð sinni á ástandinu að þeir virðast telja að þeim sé sætt út kjörtímabilið. Ábyrgð Samfylkingarinnar er mikil að halda hlífiskildi yfir mönnum sem hafa komið þjóð sinni í svo miklar ógöngur. En bæði Sjálfstæðismenn og Samfylkingin mega vita að almenningur mun þvinga fram kosningar með handafli ef þarf. Brynvarðir bílar Björns Bjarnasonar munu ekki koma í veg fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)